Enski boltinn

Heldur Suarez upp á samninginn á móti Aroni og félögum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez er sjóðandi heitur og spilar á heimavelli í dag.
Luis Suarez er sjóðandi heitur og spilar á heimavelli í dag. Mynd/AP
Luis Suarez skrifaði í gær undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning við Liverpool í gær þar sem hann fær 38,2 milljónir á viku til ársins 2018.

Úrúgvæmaðurinn ætlar eflaust að reyna að halda upp á nýja samninginn í hádeginu þegar Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City mæta á Anfield í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Suarez hefur skorað 17 mörk í 11 leikjum sínum á þessu tímabili, þar af tólf mörk í fimm leikjum á Anfield. Liverpool hefur unnið alla þessa fimm heimaleiki og markatalan er 20-4 Suarez og félögum í vil. Leikur Liverpool og Cardiff hefst klukkan 12.45 í dag og vonandi fær Aron Einar að spreyta sig.

Manchester-liðin spila bæði í dag, United á heimavelli á móti West Ham en City á útivelli á móti Fulham. Leikirnir hefjast báðir klukkan 15.00.

Á morgun heimsækja Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham spútniklið Southampton og Swansea tekur á móti Everton. Stórleikur umferðarinnar er síðan á mánudagskvöldið þegar topplið Arsenal tekur á móti Chelsea sem er jafnt Liverpool að stigum í 2. til 3. sætinu.



Leikir helgarinnar á Sportstöðvunum:

Laugardagur

12.45 Liverpool - Cardiff  S2 Sport 2

15.00 Man. Utd. - West Ham  S2 Sport 2

15.00 Fulham - Man. City  S2 Sport 3

15.00 Crystal Palace - Newcastle  S2 Sport 4

15.00 WBA - Hull  S2 Sport

15.00 Stoke - Aston Villa  S2 Sport 5

15.00 Sunderland - Norwich  S2 Sport 6

17.30 Millwall - Middlesborough  S2 Sport 2

03.00 Royal Trophy golfmótið 2013  S2 Sport

Sunnudagur

13.30 Southampton - Tottenham  S2 Sport 2

13.30 Leikur um 3. sæti á HM kvenna S2 Sport

14.00 Wetzlar - RN Löwen  S2 Sport 3

16.00 Getafe - Barcelona  S2 Sport 3

16.00 Swansea - Everton  S2 Sport 2

16.15 Úrslitaleikur á HM kvenna  S2 Sport

20.00 Valencia - Real Madrid  S2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×