Enski boltinn

Rodgers telur City sigurstranglegast

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers Mynd/Gettyimages
Þrátt fyrir að Liverpool sé í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar telur Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri liðsins að Manchester City sé líklegasta liðið til að vinna deildina á þessu tímabili.

Með 3-1 sigri á Cardiff í gær tyllti Liverpool sér á topp ensku deildarinnar tímabundið, stigi á undan City og Arsenal. Mikill uppgangur hefur verið í leik Liverpool á tímabilinu og hefur Luis Suarez farið hamförum í fremstu línu.

Við verðum að hafa fæturna á jörðinni og halda einbeitingunni fyrir næstu leiki. Við reynum að vera rólegir og einbeitum okkur að bæta okkur í hverjum leik sem skilar vonandi sigrum,"

Manchester City þarf að klúðra sínum málum til að við eigum séns á titlinum, City er með sterkasta hópinn og gæðin í liðinu þeirra eru gríðarleg," sagði Rodgers að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×