Enski boltinn

Wenger finnur til með Villas-Boas

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Það kom Arsene Wenger, stjóra Arsenal, á óvart að Tottenham skildi reka Andre Villas-Boas sem stjóra félagsins.

Wenger hefur verið stjóri Arsenal síðan 1996 og skilur ekki þegar knattspyrnustjórar fá ekki tíma til þess að byggja upp lið.

"Menn þurfa tíma. Ég sagði að þegar lið kaupir meira en þrjá leikmenn fyrir tímabilið þá er verið að taka áhættu. Þá hlóguð þið að mér en þetta er raunveruleikinn," sagði Wenger.

"Þessi brottrekstur kemur mér á óvart því Villas-Boas er með hæsta sigurhlutfall í sögu félagsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×