Enski boltinn

Moyes: Hefði viljað halda hreinu

Moyes var kátur í dag.
Moyes var kátur í dag.
David Moyes, stjóri Man. Utd, gat leyft sér að brosa eftir leik í dag og fer þokkalega sáttur inn í jólin eftir góðan sigur sinna manna á West Ham.

"Við spiluðum vel í dag. Ég er samt pínu svekktur að við höfum ekki nýtt færin okkar nógu vel. Ég er líka fúll með að við skildum ekki hafa haldið hreinu," sagði Moyes eftir leik.

"Okkar hlutverk er að halda haus og vinna leiki. Það er sjálfstraust til staðar hjá leikmönnum og við erum farnir að skapa fleiri færi en áður.

"Januzaj er að standa sig rosalega vel. Við erum harðir við hann og krefjumst meira og hann er að standa undir því. Hann getur skorað og er frábært efni.

"Við viljum samt gera mikið betur en þetta. Við viljum vera í toppbaráttunni og höldum áfram göngu okkar þangað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×