Enski boltinn

„Hélt áfram að leggja hart að mér eins og pabbi kenndi mér“ | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Emmanuel Adebayor var hetja Tottenham í 3-2 sigrinum á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann tileinkaði endurkomuna bróður sínum heitnum og fjölskyldu.

Framherjinn frá Tógó hefur verið lengi úti í kuldanum en eftir brottvikningu Andre Villas-Boas hjá Tottenham er hann aftur inni í myndinni.

Hann segir Tim Sherwood, sem stýrir Tottenham tímabundið á meðan á stjóraleitinni stendur, hafi gefið sér mikið sjálfstraust.

„Hann sagðist hafa þekkt mig lengi og þyrfti á því að halda að ég stæði mig. Hann ætlaði ekki að segja mér neitt nýtt. Ég hefði spilað fyrir Arsenal, Manchester City og Real Madrid og komið víða við. Ég vissi hvað þyrfti til,“ sagði Adebayor. Hann þakkaði einnig liðsfélögums stuðninginn undanfarna mánuði.

„Bróðri minn dó sem var afar erfitt fyrir mig að sætta mig við. Hann var eldri en ég og þessi sigur er fyrir hann. Hann átti son sem ég vil sjá um og fjölskylduna alla. Eftir að ég kom til Tottenham eftir jarðarförina missti ég sæti mitt í liðinu. En ég hélt áfram að standa mig í vinnunni eins og pabbi kenndi mér. Í dag skilaði það sér og ég er í skýjunum.“

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×