Enski boltinn

Cabaye ekki á förum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Yohan Cabaye
Yohan Cabaye Mynd/Gettyimages
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle United er viss um að félaginu takist að halda Yohan Cabaye þrátt fyrir að hann sé orðaður við PSG og Arsenal. Pardew skellti 22 milljóna verðmiða á Cabaye og verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað lið sé tilbúið að greiða slíka upphæð.

Cabaye sem reyndi að fá stjórn Newcastle til að samþykkja tilboð í sig frá Arsenal síðastliðið sumar sagðist í viðtölum vera trúr félaginu og verkefnunum sem eru framundan. Hár verðmiði getur hinsvegar ekki stöðvað hið moldríka PSG og er því ekki hægt að útiloka tilboð af þeirra hálfu í janúarglugganum.

„Ég held að Yohan verði áfram hjá okkur. Hann er frábær fótboltamaður sem hefur tekið miklum framförum hjá Newcastle og hann er í þeirri stöðu að vera leiðtogi liðsins. Í öðrum liðum gæti hann týnst innan um aðra leikmenn," sagði Pardew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×