Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2025 10:32 Breiðablik tekur í annað sinn þátt í aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/ernir Vísir var með beina útsendingu frá drættinum í Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta karla í dag. Breiðablik var á meðal liða í pottinum í Sambandsdeildinni og nú er ljóst hvaða sex liðum Blikar mæta. Breiðablik var í 5. styrkleikaflokki í Sambandsdeildardrættinum og dróst gegn einu liði úr hverjum flokkanna sex. Alls eru 36 lið í keppninni en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út. Hér að neðan má sjá leikina sem Blikar spila en þeir mæta meðal annars úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk og írska liðinu Shamrock Rovers, sem og tyrkneska liðinu Samsunspor sem Logi Tómasson spilar með. Dagsetningar leikjanna ættu að liggja fyrir á sunnudaginn en deildin hefst í september og stendur yfir fram að jólum. Leikir Breiðabliks og annarra liða sem voru í 5. styrkleikaflokki. Blikar mæta Shamrock Rovers og Shakhtar Donetsk úr efstu styrkleikaflokkunum.UEFA Útileikir Blika verða við Shakhtar, sem spilað hefur sína heimaleiki í Póllandi og Slóveníu, Strasbourg (Frakkland) og Lausanne-Sport (Sviss). Heimaleikir Breiðabliks verða við KuPS frá Finnlandi, Shamrock Rovers og Samsunspor. Blikar mæta hins vegar hvorki ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace né Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar. Hér að neðan má sjá leiki Fiorentina og annarra liða í efsta flokknum. Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Palace var í 2. flokki og spilar meðal annars við AZ Alkmaar og Dynamo Kyiv. Í sama flokki var lið Lech Poznan sem Gísli Gottskálk Þórðarson spilar með. Gísli þarf meðal annars að glíma við spænska liðið Rayo Vallecano og þýska liðið Mainz. Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 3. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 4. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Loks má sjá hér leiki liðanna í 6. styrkleikaflokki en í þeim hópi er meðal annars armenska liðið FC Noah sem Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá. Leikir liðanna í 6. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í keppninni og leikur hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu tólf liðin falla úr leik. Í greininni hér að neðan má lesa um dráttinn í Evrópudeildinni en þar leika meðal annars ensku liðin Nottingham Forest og Aston Villa auk fjölda Íslendingaliða. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Breiðablik var í 5. styrkleikaflokki í Sambandsdeildardrættinum og dróst gegn einu liði úr hverjum flokkanna sex. Alls eru 36 lið í keppninni en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út. Hér að neðan má sjá leikina sem Blikar spila en þeir mæta meðal annars úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk og írska liðinu Shamrock Rovers, sem og tyrkneska liðinu Samsunspor sem Logi Tómasson spilar með. Dagsetningar leikjanna ættu að liggja fyrir á sunnudaginn en deildin hefst í september og stendur yfir fram að jólum. Leikir Breiðabliks og annarra liða sem voru í 5. styrkleikaflokki. Blikar mæta Shamrock Rovers og Shakhtar Donetsk úr efstu styrkleikaflokkunum.UEFA Útileikir Blika verða við Shakhtar, sem spilað hefur sína heimaleiki í Póllandi og Slóveníu, Strasbourg (Frakkland) og Lausanne-Sport (Sviss). Heimaleikir Breiðabliks verða við KuPS frá Finnlandi, Shamrock Rovers og Samsunspor. Blikar mæta hins vegar hvorki ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace né Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar. Hér að neðan má sjá leiki Fiorentina og annarra liða í efsta flokknum. Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Palace var í 2. flokki og spilar meðal annars við AZ Alkmaar og Dynamo Kyiv. Í sama flokki var lið Lech Poznan sem Gísli Gottskálk Þórðarson spilar með. Gísli þarf meðal annars að glíma við spænska liðið Rayo Vallecano og þýska liðið Mainz. Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 3. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 4. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Loks má sjá hér leiki liðanna í 6. styrkleikaflokki en í þeim hópi er meðal annars armenska liðið FC Noah sem Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá. Leikir liðanna í 6. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í keppninni og leikur hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu tólf liðin falla úr leik. Í greininni hér að neðan má lesa um dráttinn í Evrópudeildinni en þar leika meðal annars ensku liðin Nottingham Forest og Aston Villa auk fjölda Íslendingaliða.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira