Enski boltinn

Engin jólastemning ennþá hjá Gylfa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Vilhelm
„Ég var einmitt að spá í þetta í morgun að það eru bara fjórir dagar til jóla. Mér líður hins vegar eins og það sé enn þá október eða nóvember,“ svarar knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spurður hvort jólabarnið sé komið upp í honum. „Ég kemst ekki í jólafíling alveg strax.“

Gylfi Þór Sigurðsson var í viðtali við Fréttablaðið í morgun.

Spyrnusérfræðingurinn bendir á að æfingar og leikir séu tíðar og fátt minni á jólin. Tottenham sækir Southampton heim á morgun, mætir West Brom á annan dag jóla áður en stóru strákarnir í Stoke mæta í heimsókn 29. desember. „Svo eigum við United í deildinni á nýársdag og Arsenal í bikarnum í kjölfarið. Það væri gott að ná þremur góðum leikjum fyrir þann pakka.“

Alkunna er að ensku félögin halda árlega jólaveislur og stundum fer gleðskapurinn úr böndunum. Ekkert slíkt partí var á dagskránni hjá Lundúnaliðinu þetta árið.

„Við fengum kvöldverð saman strákarnir. Það er kannski auðveldara að finna tíma til að fara saman út hjá liðum sem spila færri leiki en við höfum undantekningarlítið spilað tvo í viku,“ segir Gylfi.

Tottenham hefur verið í eldlínunni í Evrópudeildinni auk álagsins í deildinni. Von er á fjölskyldu Gylfa til Lundúna í dag og býst Hafnfirðingurinn við því að jólastemningin verði með í för.

Mynd/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×