Fótbolti

Mourinho rekinn frá Fenerbahce

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho stoppaði stutt við í Tyrklandi.
José Mourinho stoppaði stutt við í Tyrklandi. epa/RODRIGO ANTUNES

Fenerbahce hefur sagt José Mourinho upp störfum sem knattspyrnustjóra liðsins eftir að því mistókst að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fenerbahce tapaði 1-0 fyrir Benfica í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrradag. Benfica vann einvígið, 1-0 samanlagt.

Fenerbahce hefur brugðist við með því að reka Mourinho sem tók við liðinu fyrir síðasta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×