Enski boltinn

Napoli hefur áhuga á Vermaelen

Vermaelen sat á bekknum í leik Arsenal og Napoli.
Vermaelen sat á bekknum í leik Arsenal og Napoli. Mynd/Gettyimages
Dries Mertens, belgíski kantmaður Napoli hefur viðurkennt að hann sé búinn að reyna að sannfæra Thomas Vermaelen, leikmann Arsenal að koma til Napoli.

Vermaelen er fyrirliði Arsenal en hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu á þessu tímabili í ljósi góðrar frammistöðu Per Mertesacker og Laurent Koscielny. Mertens viðurkenndi að hann hafi áður reynt að tala Vermaelen til en það hafi hingað til ekki borið árangur.

„Ég hef örugglega reynt svona tíu sinnum að sannfæra hann. Benitez hefur áhuga á honum og það er frábært að búa hérna. Það verður hinsvegar ekki auðvelt fyrir hann að fara, Arsenal er frábær klúbbur,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×