Enski boltinn

Glæsimark Barkley tryggði Everton þrjú stig

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Everton henti sér upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið vann flottan útisigur á Swansea.

Það var ungstirnið Ross Barkley sem tryggði Everton sigur með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu er sex mínútur voru eftir af leiknum.

Markalaust var í leikhléi en Seamus Coleman kom Everton yfir en Swansea jafnaði með sjálfsmarki hjá Oviedo.

Hinn ungi Barkley tók þá málin í sínar hendur og sá til þess að Everton fékk öll stigin. Swansea eftir sem áður í ellefta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×