Fleiri fréttir

Man. City tók 3. sætið af Arsenal með öruggum heimasigri á Stoke

Manchester City fylgdi eftir bikarmeistaratitli helgarinnar með því að vinna öruggan 3-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með þessum sigri tók City-liðið þriðja sætið af Arsenal. Fjögur efstu sætin skila sæti í Meistaradeildinni en aðeins þrjú efstu liðin sleppa við að fara í forkeppnina.

Leeds og Southampton eltast við Guðlaug Victor

Stuðningsmannasíðan skoska liðsins Hibernian segir frá umfjöllun breskra fjölmiðla um áhuga ensku b-deildarliðanna Leeds og Southampton á íslenska 21 árs landsliðsmanninum Guðlaugi Victor Pálssyni.

Ferguson slapp með aðvörun

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur aðvarað Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, fyrir ummæli sín um Howard Webb fyrir leik liðsins gegn Chelsea.

Ferguson ætlar að hvíla leikmenn um næstu helgi

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er þegar farinn að hugsa um úrslitaleikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni og hann ætlar sér að hvíla einhverjar af stjörnum liðsins um næstu helgi.

Van der Vaart ekki á förum frá Spurs

Hollendingurinn Rafael van der Vaart segist ætla að halda tryggð við Tottenham þó svo liðinu hafi mistekist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni að ári.

Slagsmál í teiti hjá West Ham

Það á ekki af West Ham að ganga. Liðið er fallið úr ensku úrvalsdeildinni og liðið gat ekki haldið kvöldverð með öllum hópnum um helgina áfallalaust. Kalla þurfti til lögreglu upp úr níu leytinu vegna slagsmála í teitinu.

Swansea komið á Wembley eftir 3-1 sigur á Forest

Swansea City tryggði sér sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á Nottingham Forest í seinni undanúrslitaleik liðanna í Swansea í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli í fyrri leiknum.

Zenden á leið frá Sunderland

Bolo Zenden hefur staðfest að hann ætli að fara frá Sunderland í sumar til að framlengja knattspyrnuferil sinn enn frekar.

Aron Einar: Lið í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt áhuga

Aron Einar Gunnarsson var í viðtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem íslenski landsliðsmaðurinn tjáði sig um framtíð sína hjá enska félaginu Coventry. Hann er ekki alltof bjartsýnn á að spila áfram á Ricoh Arena á næsta tímabili.

Gold ætlar að finna eftirmann Grant fljótt

David Gold, stjórnarformaður West Ham, ætlar sér ekki að taka langan tíma til að ráða nýjan knattspyrnustjóra til félagsins en Avram Grant var rekinn nú um helgina.

Ótrúleg tölfræði hjá Mick McCarthy

Það var ekki helsta fréttaefni helgarinnar að Wolves vann Sunderland 3-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn var engu að síður áhugaverður fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn sem Mick McCarthy þjálfari Wolves fagnar sigri í úrvalsdeildarleik á heimavelli Sunderland, Stadium of Light, en kaldhæðnin í þeirri tölfræði felst í því að Írinn stýrði liði Sunderland í þrjú ár.

Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum helgarinnar á visir.is

Manchester United tryggði sér á laugardaginn enska meistaratitilinn í 19. sinn í sögu félagsins þegar næst síðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram. Botnbaráttan er gríðarlega hörð fyrir lokaumferðina sem fram fer næsta sunnudag. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á visir.is ásamt fleirum tilþrifum.

Redknapp yrði ánægður með fimmta sætið

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að hann myndi fagna fimmta sætinu í ensku úrvalsdeildinni ef liðinu tekst að tryggja það í lokaumferðinni um næstu helgi.

Grant rekinn frá West Ham

Það tók forráðamenn West Ham ekki nema um klukkutíma að tilkynna fjölmiðlum í Englandi að Avram Grant hafi verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Grant: Daprasti dagurinn á ferlinum

Avram Grant, stjóri West Ham segir að dagurinn í dag sé sá versti á sínum ferli. West Ham féll í dag úr ensku úrvalsdeildinni eftir 3-2 tap fyrir Wigan.

Ancelotti: Veit ekki hvað gerist

Carlo Ancelotti gat engum spurningum svarað um hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri Chelsea á næstu leiktíð.

Silva vill fá Fabregas til City

David Silva, leikmaður Manchester City, hefur greint frá því að hann myndi gjarnan vilja að félagi sinn í spænska landsliðinu, Cesc Fabregas, myndi ganga til liðs við félagið.

Markvörður á leiðinni og Scholes gæti hætt

David Gill, framkvæmdarstjóri Manchester United, segir að félagið sé nálægt því að fá nýjan markvörð til liðs við sig og að það sé möguleiki á því að Paul Scholes hætti í sumar.

Tevez: Þarf tíma til að íhuga framtíðina

Carlos Tevez segir að hann þurfi tíma til að íhuga hvað hann eigi að gera í framtíðinni. Hann sagði þó að það væru engin vandamál á milli hans og Roberto Mancini, stjóra Manchester City.

Ancelotti gefur lítið fyrir sögusagnir

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur ekki áhyggjur af þeim sögusögnum að leikur liðsins gegn Newcastle í dag verður sá síðasti á Stamford Bridge undir hans stjórn.

Pardew: Tiote verður í fýlu

Alan Pardew, stjóri Newcastle, á fastlega von á því að Cheick Tiote muni ekki spila í síðustu tveimur leikjum liðsins á tímabilinu. Liðið mætir Chelsea í dag.

West Ham fallið - Tottenham vann Liverpool

West Ham féll í dag úr ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði fyrir Wigan á útivelli, 3-2. Tottenham er komið upp í fimmta sæti deildarinnar eftir sigur á Liverpool, 2-0.

Taylor tryggði Newcastle stig á brúnni

Chelsea missti í dag dýrmæt stig í baráttunni um annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Newcastle á heimavelli.

Hurst: Vandræði West Ham hófust með Íslendingunum

Sir Geoff Hurst, einn allra frægasti leikmaður West Ham frá upphafi, segir að vandræði félagsins hafi byrjað þegar að félagið var keypt af Íslendingunum Björgólfi Guðmundssyni og Eggerti Magnússyni.

Liverpool vill fá Altintop

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur áhuga á því að fá tyrkneska landsliðsmanninn Hamit Altintop til liðs við félagið, samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Balotelli valinn maður leiksins

Mario Balotelli var valinn maður leiksins þegar að Manchester City vann 1-0 sigur á Stoke í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley.

Mancini: Ánægður fyrir stuðningsmennina

Roberto Mancini segir að sér hafi þótt best að geta veitt stuðningsmönnum Manchester City þá miklu ánægju sem fylgdi því að félagið varð enskur bikarmeistari í dag.

Toure: Draumur að rætast

Yaya Toure segir að það hafi verið frábær tilfinning að tryggja Manchester City sigur í ensku bikarkeppninni í dag.

Rooney með 19 á bringunni

Wayne Rooney hélt upp á meistaratitilinn í dag með því að raka sig af sér bringuhárin nema þau sem mynda töluna nítján eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Jafntefli hjá Jóhannesi Karli

Huddersfield, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar, gerði í dag jafntefli við Bournemouth í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í ensku B-deildinni.

Ferguson: Strákarnir gefast aldrei upp

Alex Ferguson, knattspyrnutstjóri Manchester United, hrósaði leikmönnum sínum mikið eftir að félagið tryggði sér í dag sinn nítjánda meistaratitil frá upphafi.

Giggs: Löngunin lykillinn

Ryan Giggs vann í dag sinn tólfta meistaratitil í Englandi frá upphafi er Manchester United varð meistari í nítjánda sinn frá upphafi.

Rooney: Frábær tilfinning

Wayne Rooney, hetja Manchester United í dag, segir að það hafi verið frábær tilfinning að fá að tryggja sínum mönnum nítjánda meistaratitil félagsins frá upphafi.

Giggs getur bætt enn eitt metið í dag

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, verður leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef hann kemur við sögu í leiknum gegn Blackburn í dag.

Er 35 ára bið Man. City á enda?

35 ára bið Manchester City eftir titli gæti lokið í dag þegar liðið mætir Stoke City í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley. Flestir spá Manchester-liðinu sigri í leiknum enda er það með talsvert sterkara lið á pappírnum fræga. Sá pappír telur aftur á móti ekki neitt þegar út á völlinn er komið og það veit Roberto Mancini, stjóri Manchester City.

Manchester City enskur bikarmeistari

Bæði liðin í Manchester geta leyft sér að fagna í dag þar sem að Manchester City varð í dag enskur bikarmeistari. Þetta var fyrsti stóri titill félagsins í 35 ár.

Ferguson ætlar að gefa Hernandez langa hvíld

Javier Hernandez mun fá gott sumarfrí eftir að hafa spilað sitt fyrsta heila tímabil í ensku úrvalsdeildinni að sögn knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United, Alex Ferguson.

Van Basten orðaður við Chelsea

Enskir fjölmiðlar fullyrða að Hollendingurinn Marco van Basten sé einn þeirra sem komi hvað helst til greina sem eftirmaður núverandi knattspyrnustjóra Chelsea, Carlo Ancelotti.

Sjá næstu 50 fréttir