Enski boltinn

Liverpool sagt á höttunum eftir Friedel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Liverpool áhuga á því að fá markvörðinn Brad Friedel aftur til liðs við félagið.

Samningur Friedel við Aston Villa rennur út í sumar en félagið vill gjarna halda honum áfram. Þrjú önnur lið eru einnig sögð hafa áhuga á honum - Liverpool, Tottenham og West Brom.

Friedel lék í þrjú ár með Liverpool en fór frá félaginu árið 2000 til Blackburn, þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann er nú 39 ára gamall en hefur ekki hug á að henda hönskunum á hilluna frægu, enn sem komið er að minnsta kosti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×