Enski boltinn

Mancini: Ánægður fyrir stuðningsmennina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini segir að sér hafi þótt best að geta veitt stuðningsmönnum Manchester City þá miklu ánægju sem fylgdi því að félagið varð enskur bikarmeistari í dag.

City vann 1-0 sigur á Stoke í úrslitaleiknum í Wembley en Yaya Toure skoraði eina markið í síðari hálfleiknum.

„Það eina sem ég get sagt er að ég er mjög ánægður fyrir hönd allra stuðningsmannanna,“ sagði Mancini við enska fjölmiðla eftir leikinn.

„Við eigum skilið að vinna þennan titil eftir öll þessi ár. Mér fannst við ekki vinna þennan leik með einhverjum yfirburðum og við þurfum enn að bæta okkar leik. En við erum glaðir.“

„Við erum búnir að bæta við kafla í sögu Manchester City. Nú getum við byrjað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×