Nítjándi meistaratitill Manchester United staðreynd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2011 00:24 Nordic Photos / Getty Images Manchester United slapp fyrir horn gegn Blackburn í dag og tryggði sér nítjánda meistaratitil sinn í sögunni með 1-1 jafntefli. United hefur þar með tekið fram úr Liverpool og er orðið sigursælasta félag Englands frá upphafi. Þetta er í tólfta sinn sem Sir Alex Ferguson, stjóri United, stýrir sínum mönnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Eini leikmaðurinn sem hefur tekið þátt í öllum þessum sigrum er Ryan Giggs, sem í dag spilaði sinn 573. leik í úrvalsdeildinni og bætti þar með met David James. Wayne Rooney var hetja United að þessu sinni en hann skoraði jöfnunarmark sinna manna úr vítaspyrnu á 72. mínútu. Brett Emerton hafði komið Blackburn yfir í fyrri hálfleik. United byrjaði vel í leiknum en náði ekki að færa sér það í nyt. Nani átti til að mynda skalla í slá eftir fyrirgjöf Wayne Rooney. Emerton kom Blackburn yfir á nítjándu mínútu leiksins í dag eftir vandræðagang í vörn United. Það reyndi eina mark fyrri hálfleiksins en Tomasz Kuszczak, markvörður United, mátti þakka fyrir að fá ekki annað klaufamark á sig skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Blackburn var svo nálægt því að komast tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiksins þegar að Martin Olsson átti skalla í stöng eftir fyrirgjöf Emerton. Kuszczak stóð frosinn eftir á línunni og hefði aldrei átt möguleika á að verja. Svo breyttist allt þegar um 20 mínútur voru eftir. Javier Hernandez fékk sendingu inn í teig og var sloppinn í gegn þegar að Paul Robinson kippti honum niður með slöku úthlaupi. Phil Dowd, dómari leiksins, ráðfærði sig við aðstoðardómara sinn áður en hann dæmdi vítið sem Wayne Rooney skoraði úr. Leikmenn United voru brjálaðir áður en Dowd benti á punktinn og tóku heimamann við mótmælunum eftir dóminn. En þegar uppi var staðið voru bæði lið sátt við úrslitin. Stigið dugði United til að tryggja titilinn og Blackburn virtist sátt við að fá stig úr leiknum þó svo að liðið sé enn í fallhættu. Leikmenn liðanna létu boltann ganga sín á milli á eigin vallarhelmingi síðustu tíu mínútur leiksins og létu tímann einfaldlega renna út. Niðurstaðan glæsileg fyrir Sir Alex Ferguson og Manchester United. Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Manchester United slapp fyrir horn gegn Blackburn í dag og tryggði sér nítjánda meistaratitil sinn í sögunni með 1-1 jafntefli. United hefur þar með tekið fram úr Liverpool og er orðið sigursælasta félag Englands frá upphafi. Þetta er í tólfta sinn sem Sir Alex Ferguson, stjóri United, stýrir sínum mönnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Eini leikmaðurinn sem hefur tekið þátt í öllum þessum sigrum er Ryan Giggs, sem í dag spilaði sinn 573. leik í úrvalsdeildinni og bætti þar með met David James. Wayne Rooney var hetja United að þessu sinni en hann skoraði jöfnunarmark sinna manna úr vítaspyrnu á 72. mínútu. Brett Emerton hafði komið Blackburn yfir í fyrri hálfleik. United byrjaði vel í leiknum en náði ekki að færa sér það í nyt. Nani átti til að mynda skalla í slá eftir fyrirgjöf Wayne Rooney. Emerton kom Blackburn yfir á nítjándu mínútu leiksins í dag eftir vandræðagang í vörn United. Það reyndi eina mark fyrri hálfleiksins en Tomasz Kuszczak, markvörður United, mátti þakka fyrir að fá ekki annað klaufamark á sig skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Blackburn var svo nálægt því að komast tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiksins þegar að Martin Olsson átti skalla í stöng eftir fyrirgjöf Emerton. Kuszczak stóð frosinn eftir á línunni og hefði aldrei átt möguleika á að verja. Svo breyttist allt þegar um 20 mínútur voru eftir. Javier Hernandez fékk sendingu inn í teig og var sloppinn í gegn þegar að Paul Robinson kippti honum niður með slöku úthlaupi. Phil Dowd, dómari leiksins, ráðfærði sig við aðstoðardómara sinn áður en hann dæmdi vítið sem Wayne Rooney skoraði úr. Leikmenn United voru brjálaðir áður en Dowd benti á punktinn og tóku heimamann við mótmælunum eftir dóminn. En þegar uppi var staðið voru bæði lið sátt við úrslitin. Stigið dugði United til að tryggja titilinn og Blackburn virtist sátt við að fá stig úr leiknum þó svo að liðið sé enn í fallhættu. Leikmenn liðanna létu boltann ganga sín á milli á eigin vallarhelmingi síðustu tíu mínútur leiksins og létu tímann einfaldlega renna út. Niðurstaðan glæsileg fyrir Sir Alex Ferguson og Manchester United.
Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira