Nítjándi meistaratitill Manchester United staðreynd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2011 00:24 Nordic Photos / Getty Images Manchester United slapp fyrir horn gegn Blackburn í dag og tryggði sér nítjánda meistaratitil sinn í sögunni með 1-1 jafntefli. United hefur þar með tekið fram úr Liverpool og er orðið sigursælasta félag Englands frá upphafi. Þetta er í tólfta sinn sem Sir Alex Ferguson, stjóri United, stýrir sínum mönnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Eini leikmaðurinn sem hefur tekið þátt í öllum þessum sigrum er Ryan Giggs, sem í dag spilaði sinn 573. leik í úrvalsdeildinni og bætti þar með met David James. Wayne Rooney var hetja United að þessu sinni en hann skoraði jöfnunarmark sinna manna úr vítaspyrnu á 72. mínútu. Brett Emerton hafði komið Blackburn yfir í fyrri hálfleik. United byrjaði vel í leiknum en náði ekki að færa sér það í nyt. Nani átti til að mynda skalla í slá eftir fyrirgjöf Wayne Rooney. Emerton kom Blackburn yfir á nítjándu mínútu leiksins í dag eftir vandræðagang í vörn United. Það reyndi eina mark fyrri hálfleiksins en Tomasz Kuszczak, markvörður United, mátti þakka fyrir að fá ekki annað klaufamark á sig skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Blackburn var svo nálægt því að komast tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiksins þegar að Martin Olsson átti skalla í stöng eftir fyrirgjöf Emerton. Kuszczak stóð frosinn eftir á línunni og hefði aldrei átt möguleika á að verja. Svo breyttist allt þegar um 20 mínútur voru eftir. Javier Hernandez fékk sendingu inn í teig og var sloppinn í gegn þegar að Paul Robinson kippti honum niður með slöku úthlaupi. Phil Dowd, dómari leiksins, ráðfærði sig við aðstoðardómara sinn áður en hann dæmdi vítið sem Wayne Rooney skoraði úr. Leikmenn United voru brjálaðir áður en Dowd benti á punktinn og tóku heimamann við mótmælunum eftir dóminn. En þegar uppi var staðið voru bæði lið sátt við úrslitin. Stigið dugði United til að tryggja titilinn og Blackburn virtist sátt við að fá stig úr leiknum þó svo að liðið sé enn í fallhættu. Leikmenn liðanna létu boltann ganga sín á milli á eigin vallarhelmingi síðustu tíu mínútur leiksins og létu tímann einfaldlega renna út. Niðurstaðan glæsileg fyrir Sir Alex Ferguson og Manchester United. Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Manchester United slapp fyrir horn gegn Blackburn í dag og tryggði sér nítjánda meistaratitil sinn í sögunni með 1-1 jafntefli. United hefur þar með tekið fram úr Liverpool og er orðið sigursælasta félag Englands frá upphafi. Þetta er í tólfta sinn sem Sir Alex Ferguson, stjóri United, stýrir sínum mönnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Eini leikmaðurinn sem hefur tekið þátt í öllum þessum sigrum er Ryan Giggs, sem í dag spilaði sinn 573. leik í úrvalsdeildinni og bætti þar með met David James. Wayne Rooney var hetja United að þessu sinni en hann skoraði jöfnunarmark sinna manna úr vítaspyrnu á 72. mínútu. Brett Emerton hafði komið Blackburn yfir í fyrri hálfleik. United byrjaði vel í leiknum en náði ekki að færa sér það í nyt. Nani átti til að mynda skalla í slá eftir fyrirgjöf Wayne Rooney. Emerton kom Blackburn yfir á nítjándu mínútu leiksins í dag eftir vandræðagang í vörn United. Það reyndi eina mark fyrri hálfleiksins en Tomasz Kuszczak, markvörður United, mátti þakka fyrir að fá ekki annað klaufamark á sig skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Blackburn var svo nálægt því að komast tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiksins þegar að Martin Olsson átti skalla í stöng eftir fyrirgjöf Emerton. Kuszczak stóð frosinn eftir á línunni og hefði aldrei átt möguleika á að verja. Svo breyttist allt þegar um 20 mínútur voru eftir. Javier Hernandez fékk sendingu inn í teig og var sloppinn í gegn þegar að Paul Robinson kippti honum niður með slöku úthlaupi. Phil Dowd, dómari leiksins, ráðfærði sig við aðstoðardómara sinn áður en hann dæmdi vítið sem Wayne Rooney skoraði úr. Leikmenn United voru brjálaðir áður en Dowd benti á punktinn og tóku heimamann við mótmælunum eftir dóminn. En þegar uppi var staðið voru bæði lið sátt við úrslitin. Stigið dugði United til að tryggja titilinn og Blackburn virtist sátt við að fá stig úr leiknum þó svo að liðið sé enn í fallhættu. Leikmenn liðanna létu boltann ganga sín á milli á eigin vallarhelmingi síðustu tíu mínútur leiksins og létu tímann einfaldlega renna út. Niðurstaðan glæsileg fyrir Sir Alex Ferguson og Manchester United.
Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira