Enski boltinn

Ferguson á von á að Liverpool geri atlögu að titlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist vera viss um að Liverpool muni mæta sterkt til leiks á næsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Kenny Dalglish skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við liðið en undir hans stjórn hefur Liverpool átt góðu gengi að fagna þó svo að liðið hafi ekki komist í Meistaradeild Evrópu.

„Kenny skrifaði undir þriggja ára samning. Það gefur félaginu stöðugleika og ég er viss um að menn eru farnir að gera áætlanir fyrir framtíðina," sagði Ferguson við enska fjölmiðla.

„Það gerir næsta tímabil enn athyglisverðara fyrir vikið. Þetta verður sífellt meira spennandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×