Enski boltinn

Balotelli valinn maður leiksins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mario Balotelli var valinn maður leiksins þegar að Manchester City vann 1-0 sigur á Stoke í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley.

„Ég er ánægður,“ sagði Balotelli sem átti þátt í sigurmarkinu sem Yaya Toure skoraði í dag. „Ég sagði við strákana að við værum betri en þeir.“

Hann var svo spurður hvort að þetta hafi verið besta frammistaða hans á tímabilinu til þessa.

„Tímabilið mitt hefur verið ömurlegt,“ svaraði Balotelli. „Ég hef ekki spilað mjög vel. En í dag spilaði ég kannski betur fyrir liðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×