Enski boltinn

Grant rekinn frá West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, fyrrum stjóri West Ham.
Avram Grant, fyrrum stjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Það tók forráðamenn West Ham ekki nema um klukkutíma að tilkynna fjölmiðlum í Englandi að Avram Grant hafi verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá félaginu.

West Ham féll í dag úr ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði fyrir Wigan, 3-2, á útivelli eftir að hafa komist 2-0 yfir í fyrri hálfleik.

„Avram Grant er ekki lengur knattspyrnustjóri West Ham,“ sagði í yfirlýsingu West Ham. Kevin Keen mun stýra liðinu í lokaumferð tímabilsins er West Ham mætir Sunderland.

Grant tók við Gianfranco Zola í júní síðastliðnum og skrifaði þá undir fjögurra ára samning. West Ham tapaði þó fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og náði sér sjaldan á strik eftir það.

Hápunktur tímabilsins kom þegar blaðamenn í Englandi útnefndu Scott Parker, fyrirliða West Ham, leikmann tímabilsins í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×