Enski boltinn

Rooney: Frábær tilfinning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney í leiknum í dag.
Wayne Rooney í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney, hetja Manchester United í dag, segir að það hafi verið frábær tilfinning að fá að tryggja sínum mönnum nítjánda meistaratitil félagsins frá upphafi.

Rooney skoraði eina mark United í 1-1 jafntefli gegn Blacbkurn. Hann jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tæpar 20 mínútur voru eftir.

„Ég var dauðhræddur enda tók dómarinn sinn tíma til að dæma vítið," sagði Rooney. „Ég varð bara að róa mig niður."

„Það var sérstakt að fá að tryggja liðinu þetta stig miðað við hvernig árið var hjá mér. Sem betur fer tókst það og það var frábært fyrir liðið. Þetta er nítjándi titilinn. Við erum með besta liðið og tilfinningin er frábær."

United tók fram úr Liverpool með titlinum í dag og er orðið sögusælasta lið Englands frá upphafi. Rooney ólst upp í Liverpool en var stuðningsmaður Eveton. „Það skemmir ekki fyrir," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×