Enski boltinn

Jafntefli hjá Jóhannesi Karli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl í leik með Huddersfield.
Jóhannes Karl í leik með Huddersfield. Nordic Photos / Getty Images
Huddersfield, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar, gerði í dag jafntefli við Bournemouth í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í ensku B-deildinni.

Huddersfield lék á heimavelli í dag og hefur nú ekki tapað þar í 26 leikjum í röð.

Kevin Kilbane kom Huddersfield yfir og stuttu síðar varði markvörður liðsins, Ian Bennett, vítaspyrnu. Donald McDermott náði þó að jafna metin fyrir Bournemouth í seinni hálfleik.

Liðin mætast aftur á heimavelli Bournemouth á miðvikudaginn. Sigurvegari rimmunnar kemst í úrslitaleik umspilskeppninnar.

Jóhannes Karl lék allan leikinn fyrir Huddersfield og fékk tækifæri til að tryggja mönnum sínum sigur í leiknum er hann átti skot úr aukaspyrnu yfir mark Bournemouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×