Enski boltinn

Liverpool vill fá Altintop

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Bongarts
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur áhuga á því að fá tyrkneska landsliðsmanninn Hamit Altintop til liðs við félagið, samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Forráðamenn Bayern München hafa þegar staðfest að Altintop muni fara frá félaginu í lok tímabilsins.

Altintop hefur átt í viðræðum við Real Madrid og var talið líklegt að hann myndi feta í fótspor landa síns, Nuri Sahin, sem samdi við Real á dögunum.

Altintop er 28 ára gamall en var í byrjunarliði Bayern í aðeins átta leikjum á tímabilinu í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×