Enski boltinn

Ferguson ætlar að hvíla leikmenn um næstu helgi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex.
Sir Alex.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er þegar farinn að hugsa um úrslitaleikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni og hann ætlar sér að hvíla einhverjar af stjörnum liðsins um næstu helgi.

United hefur þegar tryggt sér enska meistaratitilinn og leikurinn gegn Blackpool um næstu helgi skiptir liðið því engu máli.

"Þessi staða gefur okkur tækifæri til þess að hvíla leikmenn og leyfa þeim að spila sem á þurfa að halda. Við þurfum líka að passa upp á að vera sanngjarnir gagnvart þeim liðum sem eru í fallbaráttu. Það skal því enginn efast um að við ætlum okkur sigur í þessum leik," sagði Ferguson en Blackpool er í mikilli fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×