Enski boltinn

Ferguson: Snerist ekki um að taka fram úr Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sir Alex fagnar titlinum í gær.
Sir Alex fagnar titlinum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það mikilvægasta við að vinna nítjánda meistaratitilinn að félagið sé þá sigursælasta félag Englands.

United varð í gær meistari í nítjánda sinn eftir 1-1 jafntefli við Blackburn á útivelli.

„United á að vera besta félagið á Englandi og vonandi verður það þannig í langan tíma enn," sagði Ferguson en United tók með titlinum í gær fram úr Liverpool sem hafði lengi verið handhafi flestra titla frá upphafi.

„Þetta snýst ekki um að taka fram úr Liverpool. Ég held að ég hafi aldrei sagt að ég hafi viljað koma Liverpool af sínum stalli."

„Það er mikilvægara að Manchester United sé besta félag Englands þegar kemur að fjölda meistaratitla. Við höfum unnið enska bikarinn oftast, orðið Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða."

„Mér finnst reyndar að við ættum að eiga fleiri Evrópumeistaratitla en við eigum möguleika á að fjölga þeim," bætti Ferguson við en United á þrjá slíka - Liverpool fimm.

United getur bætt þeim fjórða í safnið þegar að liðið mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley þann 28. maí.

Ferguson gaf sér lítinn tíma til að fagna titlinum í gær - hann er strax byrjaður að líta til framtíðar.

„Það er skyldan sem fylgir því að stýra Manchester United. Næsta áskorun er alltaf handan við næsta horn. Ég mun engu breyta og ætla ekki að slaka á vegna þess að við unnum titilinn í dag. Vonandi verðum við betri á næsta tímabili."

Ferguson segir það óskandi að félagið bæti við sig 1-2 leikmönnum í sumar.

„Það eru nokkrir ungir leikmenn á leiðinni aftur til félagsins eins og Welbeck, Cleverly og Diouf. Við viljum verða betra enda tel ég að metnaður félagsins hafi ekkert breyast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×