Enski boltinn

Silva vill fá Fabregas til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Silva, leikmaður Manchester City, hefur greint frá því að hann myndi gjarnan vilja að félagi sinn í spænska landsliðinu, Cesc Fabregas, myndi ganga til liðs við félagið.

Fabregas er fyrirliði Arsenal í dag en framtíð hans er enn og aftur í uppnámi þar sem að félagið mistókst enn og aftur að vinna titil á leiktíðinni.

Fabregas hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona en Roberto Mancini, stjóri City, mun einnig hafa áhuga á kappanum.

„Það væri frábært ef hann myndi koma til okkar - alveg meiriháttar,“ sagði Silva í viðtali við The Sun í dag. „Við vitum hvað hann hefur gert sem leikmaður á sínum ferli og hann býr yfir mikilli reynslu af því að spila í ensku úrvalsdeildinni.“

„Hann vill halda boltanum og þannig viljum við spila. Boltinn er góður vinur hans. Mér líkar vel við hann en ég þekki hann úr landsliðinu. Það væri frábært að fá hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×