Enski boltinn

Ferguson slapp með aðvörun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur aðvarað Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, fyrir ummæli sín um Howard Webb fyrir leik liðsins gegn Chelsea.

Ferguson talaði jákvætt um Webb í aðdraganda leiksins en það er bannað að tjá sig um dómara fyrir leiki.

"Þetta er lítilsháttar brot en brot engu að síður," sagði í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu.

"Aðrir stjórar verða að passa sig á þessu því þetta er brot."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×