Enski boltinn

Toure: Draumur að rætast

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Yaya Toure segir að það hafi verið frábær tilfinning að tryggja Manchester City sigur í ensku bikarkeppninni í dag.

City vann 1-0 sigur á Stoke í úrslitaleiknum sem fór fram á Wembley en Toure skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.

„Við vildum vinna eitthvað og komast í Meistaradeildina. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Toure en City tryggði sér á dögum fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

„Þetta er draumurinn. Hann er að rætast. Þetta er frábært fyrir sögu þessa félags.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×