Enski boltinn

Blackpool og Wolves unnu mikilvæga sigra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Blackpool fagna í dag.
Leikmenn Blackpool fagna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni harðnaði enn í dag en Blackpool og Wolves fengu dýrmæt stig nú í hádeginu.

Fjórum leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester United tryggði sér meistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Blackburn en fallbaráttan var í algleymingi á öðrum vígstöðum.

Blackpool vann ótrúlegan 4-3 sigur á Bolton og er komið með 39 stig. Wolves vann Sunderland á útivelli, 3-1, og er komið upp í sextánda sæti með 40 stig.

Aðeins eitt stig skilja að liðin í 15.-18. sæti en tvö neðstu liðin, Wigan og West Ham, mætast innbyrðis á morgun. West Ham verður að vinna til falla ekki á morgun en annars virðist staða beggja liða slæm, sérstaklega eftir úrslit dagsins.

Þá vann West Brom 1-0 sigur á Everton í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið.

Blackpool þarf að vinna Manchester United í lokaumferðinni til að forða sér frá falli auk þess að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.

Wolves mætir Blackburn á heimavelli í lokaumferðinni en liðin eru jöfn að stigum í dag.

Úrslit dagsins:

Blackpool - Bolton Wanderers 4-3

0-1 Kevin Davies (6.)

1-1 DJ Campbell (9.)

2-1 Jason Puncheon (19.)

2-2 Matthew Taylor (24.)

3-2 DJ Campbell (45.)

3-3 Daniel Sturridge (53.)

4-3 Charlie Adam (63.)

Sunderland - Wolverhampton Wanderers 1-3

0-1 Jody Craddock (22.)

1-1 Stéphane Sessegnon (34.)

1-2 Steven Fletcher (54.)

1-3 George Elokobi (78.)

West Bromwich - Everton 1-0

1-0 Youssouf Mulumbu (10.)

Rautt: Dinijar Biljaletdinov, Everton (77.)

Fallbaráttan - staðan:

15. Blackburn 40 stig (-14 í markatölu)

16. Wolves 40 (-19)

17. Birmingham 39 (-18)

18. Blackpool 39 (-21)

19. Wigan 36 (-23)

20. West Ham 33 (-23)

Leikir eftir:

Á morgun:

Birmingham - Fulham

Wigan - West Ham

Lokaumferð, 22. maí:

Manchester United - Blackpool

Stoke - Wigan

Tottenham - Birmingham

West Ham - Sunderland

Wolves - Blakcburn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×