Enski boltinn

Rooney með 19 á bringunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter
Wayne Rooney hélt upp á meistaratitilinn í dag með því að raka sig af sér bringuhárin nema þau sem mynda töluna nítján eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Myndina setti hann á Twitter-síðuna sína en eins og kunnugt er varð United sögusælasta lið Englands frá upphafi þegar liðið vann sinn nítjánda meistaratitil í dag.

Rooney tryggði United stigið sem þurfti til er hann skoraði mark úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Blackburn á útivelli.

„Enginn okkar átti von á því að Wazza myndi senda þessa mynd inn. Hann er klikkaðri en við héldum,“ skrifaði Michael Owen á sína Twitter-síðu í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×