Enski boltinn

Giggs: Löngunin lykillinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Nordic Photos / Getty Images
Ryan Giggs vann í dag sinn tólfta meistaratitil í Englandi frá upphafi er Manchester United varð meistari í nítjánda sinn frá upphafi.

United gerði 1-1 jafntefli við Blackburn á útivelli en stigið dugði liðinu til að tryggja titilinn. Giggs lék í dag sinn 573. leik í ensku úrvalsdeildinni og bætti hann þar með met David James.

Hann var spurður eftir leik hvernig hann færi eiginlega að þessu öllu saman en Giggs er orðinn 37 ára gamall og hefur sjaldan verið betri.

„Ég hef enn mikla löngun og ánægju af því að spila í liðinu. Liðsandinn er og hefur alltaf verið frábær,“ sagði Giggs við enska fjölmiðla eftir leikinn í dag.

„Það er alltaf erfitt að vinna deildina eins og sást á þessum leik en þetta er sérstakur árangur og sérstakur dagur.“

„Við vorum kannski ekkert frábærir í upphafi tímabilsins en við spiluðum frábærlega á seinni hlutanum. Blackburn spilaði vel í dag en við áttum það skilið að verða meistarar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×