Enski boltinn

Zenden á leið frá Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Bolo Zenden hefur staðfest að hann ætli að fara frá Sunderland í sumar til að framlengja knattspyrnuferil sinn enn frekar.

Zenden er fyrirliði Sunderland en hann kom til félagsins árið 2009. Honum hefur samt ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu og oftast komið við sögu sem varamaður eftir áramót.

Samningur Zenden rennur út í sumar og sagði hann það nánast öruggt að hann myndi fara annað. „Þetta var minn síðasti leikur á heimavelli,“ sagði hann eftir leikinn gegn Wolves um helgina.

„Það er að minnsta kosti mjög líklegt. Ég spjallaði við stjórann í síðustu viku og útskýrði mitt mál. Ég vil bara fá að spila aðeins meira. Ég hef verið með í síðustu tveimur leikjum en það er ekki skemmtilegt að þurfa bíða eftir því að tíu leikmenn meiðist svo að ég komist að.“

„Ég tel enn að ég geti spilað með þeim bestu. En til þess þarf ég að fá að spila reglulega.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×