Fleiri fréttir

Everton vann endurkomusigur á Manchester City

Manchester City tókst ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í dag þegar þeir töpuðu 2-1 á útivelli á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni. City hefði tryggt sér fjórða sætið með sigri en nú eiga Liverpool og Tottenham enn smá möguleika á Meistaradeildarsætinu. City er sjö stigum á undan þeim þegar níu stig eru eftir í pottinum.

Ancelotti: Ég myndi velja Rooney frekar en Messi

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist að ef hann fengi að velja á milli þeirra Wayne Rooney og Lionel Messi til að spila fyrir sitt lið þá myndi hann velja Rooney frekar en besta knattspyrnumann heims.

Ferguson ánægður með að fá Webb

Alex Ferguson segir að sinn helsti ótti fyrir leik Manchester United gegn Chelsea á morgun sé að dómgæslan muni bitna á sínum mönnum. Hann er þó ánægður með að Howard Webb dæmi leikinn.

Dalglish: Engin þörf fyrir Carroll á EM U-21

Stuart Pearce, þjálfari U-21 landsliðs Englands, vill að Andy Carroll hjá Liverpool taki þátt í EM í Danmörku í sumar. Stjóri Carroll hjá Liverpool, Kenny Dalglish, segir það óþarfi.

Ancelotti: Úrslitin ráðast ekki á liðsskipaninni

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, neitar því að hann væri að taka áhættu með því að stilla þeim Fernando Torres og Didier Drogba saman upp í fremstu víglínu í leiknum gegn Manchester United á sunnudaginn.

Veit ekkert um hugsanleg skipti á Drogba og Tevez

Didier Drogba hefur ekki verið í einu sambandi við forráðamenn Manchester City en það hafa verið sögusagnir í gangi að Chelsea og City myndi hugsanlega skipta á Drogba og Carlos Tevez í sumar.

Hermann vongóður um nýjan samning

Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, segist í samtali við enska dagblaðið Portsmouth News að hann sé vongóður um að gengið verði frá nýjum samningi á milli hans og félagsins á næstunni.

Hverjir byrja hjá Chelsea? - Sir Alex hefur ekki hugmynd

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki getað séð fyrir sér hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu hjá Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er með þriggja stiga forskot á Chelsea en Lundúnaliðið kemst á toppinn með sigri.

Ancelotti valinn besti stjórinn annan mánuðinn í röð

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Peter Odemwingie, framherji West Bromwich Albion, voru bestir í aprílmánuði að mati valnefndar ensku úrvalsdeildarinnar. Ancelotti var kosinn besti stjórinn annan mánuðinn í röð og Odemwingie var kosinn besti leikmaðurinn en hann fékk samskonar verðlaun fyrir septembermánuð.

Fabregas, Nasri og Diaby verða ekki með Arsenal á móti Stoke

Arsenal verður án þriggja sterkra leikmanna þegar liðið sækir Stoke heim á Britannia Stadium í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Fyrirliðinn Cesc Fabregas, Samir Nasri og Abou Diaby eiga allir við meiðsli að stríða en það jákvæða er að Thomas Vermaelen gæti þarna spilað sinn fyrsta leik síðan í ágúst.

Sir Alex: Við verðum meistarar ef við vinnum Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er sannfærður um að liðið verði enskur meistari í tólfta sinn undir hans stjórn takist liðinu að vinna Chelsea á Old Trafford á sunnudaginn. Chelsea er þremur stigum á eftir United þegar þrír leikir eru eftir.

Terry: Þrái ekkert heitar en að verða aftur meistari

John Terry, fyrirliði Chelsea, mætir með lið sitt á Old Trafford á sunnudaginn og þar geta Chelsea-menn tekið toppsætið af heimamönnum í Manchester United með sigri. Það væri magnað afrek ekki síst þar sem Chelsea var fimmtán stigum á eftir United í mars.

Tevez segist vera klár en læknalið City er ekki alveg sammála

Carlos Tevez er á góðum batavegi og samkvæmt nýjustu fréttum á Tevez nú góða möguleika á því að ná bikarúrslitaleiknum á móti Stoke City á Wembley 14. maí næstkomandi. Það er samkvæmt því sem Tevez segir þótt að læknaliðið sé ekki alveg sammála.

Nani: Eigum að vera að hugsa um Chelsea en ekki um Barcelona

Nani, leikmaður Manchester United, segir að hann og félagar sínir verði að fara strax að einbeita sér að Chelsea-leiknum á sunnudaginn en megi ekki gleyma sér og vera að pæla í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley.

Lukkan ekki í Arsenal-búningnum í vetur

Hvernig væri staðan í ensku deildinni ef öll stangarskotin hefðu farið í stöngina og inn í staðinn fyrir að fara í stöngina og út? Fyrirtækið Opta sér um alla tölfræðivinnslu í ensku úrvalsdeildinni og það hefur nú einmitt tekið saman þessa tölfræði úr fyrstu 35 umferðunum á leiktíðinni.

QPR þarf að bíða lengur eftir úrskurði

Enska B-deildarfélagið QPR, sem tryggði sér á dögunum sæti í ensku úrvalsdeildinni, þarf að bíða enn eftir niðurstöðu í máli tengdu kaupum á Argentínumanninum Alejandro Faurlin.

Duff ekkert meira með Fulham á tímabilinu

Damien Duff, liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham, mun missa af síðstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu vegna meiðsla. Duff þurfti að fara í aðgerð á hásin og verður frá í sex vikur.

United hækkar miðaverðið en ekki eins mikið og Arsenal

Manchester United fetaði í fótspor Arsenal í dag og tilkynnti að félagið ætlaði að hækka miðaverð á Old Trafford á næsta tímabili. Félögin kenna verðbólgu og skattahækkun um þessa hækkun sem kemur sér ekki vel fyrir enska fótboltaáhugamenn í versnandi efnahagsástandi í Englandi.

Manchester City vill fá 50 milljónir punda fyrir Tevez

Það stefnir allt í það að Carlos Tevez fari frá Manchester City liðinu í sumar þrátt fyrir að hann eigi þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. City-menn vilja frá 50 milljónir punda fyrir argentínska framherjann.

Pearce: Wilshere vill fá að spila með 21 árs landsliðinu

Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, segir að Arsenal-maðurinn Jack Wilshere vilji ólmur fá að spila með liðinu í Evrópukeppninni í Danmörku í sumar og hann búist því við að lenda í einhverjum deilum við Arsene Wenger, stjóra Arsenal, um hvort að Wilshere verði með eða ekki.

Ekkert fararsnið á Terry

John Terry stefnir á að klára ferilinn með Chelsea en hann er búinn að spila 500 leiki fyrir félagið sem hann fór til árið 1998. Hann hefur verið allan sinn atvinnumannaferil hjá Chelsea fyrir utan skamma viðdvöl hjá Nott. Forest.

Szczesny: Arsene Wenger er besti stjóri í heimi

Wojciech Szczesny, pólski markvörðurinn hjá Arsenal, skilur ekki þá umræðu um að Arsenal þurfi að fá nýjan stjóra. Arsene Wenger hefur mátt þola talsverða gagnrýni eftir að Arsenal missti af öllum titlinum á þessu tímabili en Szczesny er sannfærður að hann sé sá eini rétti fyrir Arsenal.

Ferguson ráðleggur Van der Sar að hætta

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé rétt ákvörðun hjá markverðinum Edwin van der Sar að leggja skóna á hilluna í sumar eftir afar farsælan feril.

Sun í morgun: Roman tilbúinn að eyða miklu í Fabregas og Bale

Enska götublaðið The Sun slær því upp í morgun að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sé tilbúinn að eyða stórum upphæðum í sumar til þess að styrkja lið sitt enn frekar og auka ennfremur skemmtanagildið í leik Chelsea. Efstir á blaði eru Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal og Gareth Bale hjá Tottenham.

Sir Alex enn á ný kominn í vandræði

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar að skoða betur ummæli Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, í sjónvarpsviðtölum eftir 0-1 tap United á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ferguson gagnrýndi dóma í leiknum þar sem United-liðinu mistókst að stíga stórt skref í átt að enska meistaratitlinum.

Norwich upp í ensku úrvalsdeildina

Norwich tryggði sér í kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna 1-0 útisigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth.

Evra: Við vorum alltof góðir við Arsenal-menn

Patrice Evra segir að það hafi vantað alla hörku í lið Manchester United í tapinu á móti Arsenal í London í gær. United átti tækifæri til að stíga stórt skref í átt að meistaratitlinum en tapið þýðir að Chelsea á möguleika á að taka toppsætið af United með sigri á Old Trafford um næstu helgi.

Ferguson ætlar að fríska upp á United-liðið á miðvikudaginn

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar að hvíla menn í seinni leiknum á móti Schalke í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Framundan er "úrslitavika" á Old Trafford þar sem United-liðið getur bæði komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og nánast tryggt sér sigur í ensku deildinni.

Sandro skoraði fallegsta mark helgarinnar í enska boltanum

Brasilíumaðurinn Sandro hjá Tottenham skoraði fallegasta mark helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en valnefnd enska boltans hefur eins og vanalega tekið saman hvaða fimm mörk stóðu upp úr í leikjum helgarinnar. Það er hægt að sjá flottustu mörkin með því að smella hér fyrir ofan.

Terry: Við getum stolið titlinum á Old Trafford

John Terry, fyrirliði Chelsea, fagnaði að sjálfsögðu úrslitum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þau þýða að Chelsea getur nú komist á toppinn með sigri á Manchester United á Old Trafford um næstu helgi. Chelsea vann 2-1 sigur á Tottenham á sama tíma og Arsenal vann 1-0 sigur á United.

Helltu hveiti inn í bíl Balotelli

Barnalætin í búningsklefa Man. City eru að færast í aukana þessa dagana. Unglingurinn Mario Balotelli gerir í því að stríða félögum sínum með ýmsum misþroskuðum uppátækjum.

Liverpool fór létt með Newcastle

Liverpool virðist heldur betur hrokkið í gagn en þeir unnu auðveldan sigur. 3-0, á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag, en leikurinn fór fram á Anfield.

Sjá næstu 50 fréttir