Enski boltinn

Heiðar og félagar missa ekki stig - QPR getur fagnað titlinum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest það að Queens Park Rangers mun ekki missa stig þrátt fyrir að hafa verið dæmt fyrir að brjóta reglur í kringum félagsskipti á argentínska miðjumanninum Alejandro Faurlin.

Queens Park Rangers var búið að tryggja sér sigur í ensku b-deildinni og þar með sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en þar sem að liðið átti í hættu á að missa stig var ekki öruggt að liðið færi upp.

Nú hefur enska sambandið gefið Heiðari Helgusyni og félögum grænt ljós á að fagna titlinum í dag en liðið færi afhentan bikarinn eftir leik á móti Leeds á heimavelli sínum.

Queens Park Rangers og Norwich hafa þegar tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en fjögur næstu lið munu berjast um hitt sætið í úrslitakeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×