Enski boltinn

Sandro skoraði fallegsta mark helgarinnar í enska boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíumaðurinn Sandro hjá Tottenham skoraði fallegasta mark helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en valnefnd enska boltans hefur eins og vanalega tekið saman hvaða fimm mörk stóðu upp úr í leikjum helgarinnar. Það er hægt að sjá flottustu mörkin með því að smella hér fyrir ofan.

Þetta var fyrsta mark Sandro í ensku úrvalsdeildinni og það var ekki af lakari gerðinni. Sandro átti það sameiginlegt með Nigel De Jong að opna markareikninginn með glæsimarki en fyrsta mark De Jong fyrir Manchester City er í 2. sæti yfir flottustu mörkin.

Eitt allra mikilvægasta mark helgarinnar kemst einnig inn á topp fimm listann en þar er um að ræða fyrsta mark Arsenal-mannsins Aaaron Ramsey eftir fórbrotið hryllilega í fyrra.

Ramsey tryggði Arsenal 1-0 sigur á toppliði Manchester United og sá til þess að við fáum hreinan úrslitaleik milli United og Chelsea um næstu helgi.





Helgin í enska boltanumÞað er hægt að skoða fleiri samantektir á leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni með því að smella hér fyrir neðan:

Helgin á fimm mínútum

Besti leikmaðurinn



Stærsta stundin



Bestu markvörslurnar



Lið vikunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×