Enski boltinn

Neyðist Arsenal að selja Samir Nasri í sumar?

Arnar Björnsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri. Mynd/AP
Samningur Frakkans Samir Nasri hjá Arsenal rennur út eftir næstu leiktíð en hann hefur enn ekki náð samkomulagi við félagið um endurnýjun á samningi.

Arsenal gæti því neyðst til að selja hann í sumar og hyggst kaupa Brasilíumanninn Willian hjá Shaktar Donetsk í staðinn.

Willian er 22 ára og Shaktar setur 22ja milljóna punda verðmiða á hann en Arsenal er aðeins tilbúið að borga 13 milljón punda fyrir hann.

Samir Nasri er 23 ára og hefur verið hjá Arsenal síðan 2008 en hann lék áður með franska liðinu Marseille.

Samir Nasri hefur átt gott tímabil og var með bestu leikmönnum deildarinnar fyrir áramót. Nasri er með 10 mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af komu átta markanna í fyrstu þrettán leikjum hans á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×