Enski boltinn

Szczesny: Arsene Wenger er besti stjóri í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wojciech Szczesny.
Wojciech Szczesny. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wojciech Szczesny, pólski markvörðurinn hjá Arsenal, skilur ekki þá umræðu um að Arsenal þurfi að fá nýjan stjóra. Arsene Wenger hefur mátt þola talsverða gagnrýni eftir að Arsenal missti af öllum titlinum á þessu tímabili en Szczesny er sannfærður að hann sé sá eini rétti fyrir Arsenal.

„Þetta er fáránleg umræða. Þið getið spurt alla leikmenn liðsins og þeir munu segja að þeir standi með stjóranum," sagði Wojciech Szczesny í viðtali hjá Daily Mail.

„Hann hefur byggt þetta lið upp úr engu og ég tel að hann vera besta stjóri í heimi. Hann setur orðsporið sitt að veði með því að nota unga leikmenn," sagði Szczesny.

„Við tökum allir ábyrgð á okkar eigin mistökum og það hafa allir í liðinu gert mistök á þessu tímabili. Þetta er okkur leikmönnunum að kenna en ekki stjóranum því hann er búinn að standa að baki þessu liði allt tímabilið," sagði Wojciech Szczesny sem hélt marki sínu hreinu í sjötta sinn í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu (í 12 leikjum) á móti Manchester United um helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×