Enski boltinn

Evra: Við vorum alltof góðir við Arsenal-menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrice Evra í leiknum í gær.
Patrice Evra í leiknum í gær. Mynd/AP
Patrice Evra segir að það hafi vantað alla hörku í lið Manchester United í tapinu á móti Arsenal í London í gær. United átti tækifæri til að stíga stórt skref í átt að meistaratitlinum en tapið þýðir að Chelsea á möguleika á að taka toppsætið af United með sigri á Old Trafford um næstu helgi.

United hafði unnið sex af síðustu sjö leikjum á móti United og Evra hefur áður talað um leiki liðanna eins og leikur karlamanna á móti stráklingum en það var ekki svo í gær.

„Við spiluðum ekki leik Manchester United og þegar við gerum það ekki þá eigum við ekkert skilið," sagði Patrice Evra.

„Fólk hélt að Schalke-leikurinn hafi verið auðveldur fyrir okkur en hann var ekki. Við gerðum okkur þann leik auðveldari með því að mæta tilbúnir fyrir þá áskorun. Við gerðum þann leik auðveldan með því að spila af grimmd og af krafti frá byrjun," sagði Evra.

„Við héldum kannski að þetta yrði auðveldur leikur á móti Arsenal. Við vorum alltof góðir við Arsenal-liðið. Við þekkjum þá vel, þeir halda boltanum en eru aldrei hættulegir," sagði Evra.

„Við komum vanalega miklu ákveðnari til leiks á Emirates og erum duglegir að skapa okkur færi. Við þurftum að ganga frá þessum leiks strax en ekki bíða eftir því að fá á sig mark. Ég er því mjög pirraður yfir hvernig við byrjuðum þennan leik," sagði Evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×