Enski boltinn

Tevez segist vera klár en læknalið City er ekki alveg sammála

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez fer hér framhjá Brynjari Birni Gunnarssyni í bikarleik fyrr í vetur.
Carlos Tevez fer hér framhjá Brynjari Birni Gunnarssyni í bikarleik fyrr í vetur. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlos Tevez er á góðum batavegi og samkvæmt nýjustu fréttum á Tevez nú góða möguleika á því að ná bikarúrslitaleiknum á móti Stoke City á Wembley 14. maí næstkomandi. Það er samkvæmt því sem Tevez segir þótt að læknaliðið sé ekki alveg sammála.

Tevez segir vera orðinn góður og telur sig jafnvel getað spilað á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Tevez æfði með City-liðinu í gær og fann ekki til neinna óþæginda eftir hana sem lofar góðu.

Þessar góðu fréttir af Tevez koma aðeins nokkrum dögum eftir að læknalið City efaðist um að Tevez yrði orðinn nógu góður fyrir úrslitaleikinn á Wembley.

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ítrekaði það á blaðamannafundi í gær að hann teldi aðeins helmingslíkur á því að Tevez yrði með á Wembley og ætli Argentínumaðurinn að spila úrslitaleikinn þá yrði hann að vera með í leiknum á móti Tottenham sem fer fram á þriðjudaginn í næstu viku.

„Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og hefur skorað meira en 20 mörk á tímabilinu. Hann ætlar að gera allt til þess að spila en við höfum enn eina viku upp á að hlaupa. Hann verður samt að vera búinn að spila leik fyrir úrslitaleikinn. Ef Carlos spilar ekki á móti Tottenham þá getur hann ekki verið með í úrslitaleiknum. Ég þarf alla leikmenn 200 prósent klára í bikarúrslitaleikinn og get ekki notað leikmann sem er bara 50 prósent klár," sagði Roberto Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×