Enski boltinn

Veit ekkert um hugsanleg skipti á Drogba og Tevez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/AP
Didier Drogba hefur ekki verið í einu sambandi við forráðamenn Manchester City en það hafa verið sögusagnir í gangi að Chelsea og City myndi hugsanlega skipta á Drogba og Carlos Tevez í sumar.

Drogba hefur verið óvenju mikið á bekknum hjá Chelsea eftir að félagið keypti Fernando Torres og þá vill Tevez endilega komast frá City þrátt fyrir að vera með samning við félagið til ársins 2014. Drogba á eitt ár eftir af samningi sínum.

Tierno Seydhi, umboðsmaður Didier Drogba, vildi ekki mikið tjá um sig um þetta mál en lét bara hafa eftir sér að Drogba myndi setjast niður með forráðmönnum Chelsea eftir tímabilið og ræða framtíð sína á Stamford Bridge.

"Didier Drogba er með saming hjá Chelsea til ársins 2012. Honum líður vel á Englandi og elskar það að spila fyrir Chelsea. Við erum að bíða eftir að tímabilið klárast en svo munum við ræða hans framtíð hjá félaginu. Við höfum ekkert heyrt í City og getum því ekkert sagt um umrædda frétt. Við vitum samt að City vill komast í hóp bestu liða Evrópu," sagði Tierno Seydhi.

Það hefur líka heyrst af möguleikanum á því að Drogba fari í bandarísku deildina. Chelsea keypti Drogba frá Marseille á 24 milljónir punda árið 2004 en hann er orðinn 33 ára gamall eða sex árum eldri en Tevez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×