Enski boltinn

Hverjir byrja hjá Chelsea? - Sir Alex hefur ekki hugmynd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres og Didier Drogba.
Fernando Torres og Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki getað séð fyrir sér hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu hjá Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er með þriggja stiga forskot á Chelsea en Lundúnaliðið kemst á toppinn með sigri.

Ferguson fylgdist með 2-1 sigri Chelsea á Tottenham um síðustu helgi en sá ekkert í þeim sem gat hjálpað honum til að spá fyrir um byrjunarliðið hjá Carlo Ancelotti.

„Ég veit ekkert hvað ég get búist við frá Chelsea. Ég var á síðasta leiknum þeirra en græddi ekki mikið á því. Drogba spilaði allan leikinn og mun líklega spila þennan leik en hann var hinsvegar úti hægra meginn. Þegar Torres kom inn í leikinn þá var hann líka settur út á hægri kantinn," sagði Sir Alex Ferguson og klóraði sér í hausnum.

„Það er erfitt að spá fyrir hvort að þeir byrji báðir á sunnudaginn en hvað sem þeir gera þá eiga þeir nóg af frábærum leikmönnum," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×