Enski boltinn

Ekkert fararsnið á Terry

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Terry hefur oft fagnað með Lampard á síðustu árum.
Terry hefur oft fagnað með Lampard á síðustu árum.
John Terry stefnir á að klára ferilinn með Chelsea en hann er búinn að spila 500 leiki fyrir félagið sem hann fór til árið 1998. Hann hefur verið allan sinn atvinnumannaferil hjá Chelsea fyrir utan skamma viðdvöl hjá Nott. Forest.

Þessi þrítugi varnarmaður á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið og hann ætlar að heiðra þann samning þó svo Real Madrid sé orðað við hann.

"Ég hefði aldrei getað trúað því að ég ætti eftir að spila svona marga leiki fyrir félagið. Það er frábært að vera kominn í 500 leiki. Ég er mjög stoltur af þessum áfanga," sagði Terry.

"Ég á þrjú ár eftir af samningi mínum við félagið og ég stefni ekki á neitt annað en að spila áfram með Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×