Enski boltinn

Ferguson: Ákvarðanir virðast ekki falla með okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alex Ferguson. Mynd. / Getty Images
Alex Ferguson. Mynd. / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að Chelsea eigi fínan möguleika á að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn með sigri gegn Man. Utd. næstu helgi.

,,Chelsea á mikla möguleika að komast upp fyrir okkur og það er erfitt að sætta sig við slíkt þegar ákvarðanir dómarans falla ekki með manni".

Ferguson vildi meina að Michael Owen hefði átt að fá dæmda vítaspyrnu í leiknum og var allt annað sáttur með dómara leiksins.

,,Þetta var líklega vítaspyrna þegar Owen var feldur, en hlutirnir féllu einnig með Arsenal á síðustu leiktíð á Old Trafford og það hræðir mig mikið," sagði Ferguson.

„Það verður allt vitlaust hjá stuðningsmönnum okkar um næstu helgi og það mun hjálpa okkur heilmikið, en leikmenn mínir verða klárir fyrir leikinn gegn Chelsea".








Fleiri fréttir

Sjá meira


×