Enski boltinn

Ancelotti: Ég myndi velja Rooney frekar en Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Lionel Messi.
Wayne Rooney og Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist að ef hann fengi að velja á milli þeirra Wayne Rooney og Lionel Messi til að spila fyrir sitt lið þá myndi hann velja Rooney frekar en besta knattspyrnumann heims.

„Það myndu allir velja Messi en ég myndi taka Rooney," sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Daily Mail en Chelsea mætir einmitt Manchester United á Old Trafford á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Chelsea getur komist á toppinn með sigri.

„Messi er út úr þessum heimi og kannski er hann á ná upp á sama stall og Maradona. Rooney er miklu nær raunveruleika fótboltans. Hann gefur allt sitt til síns liðs og er sannur liðsmaður. Slíkt hugafar skilur á milli venjulegra leikmanna og frábærra leikmanna," segir Ancelotti.

„Við viljum spila okkur fótbolta á móti United í þessum leik og ætlum ekki bara að einblína á það að stoppa þá. Rooney er algjör lykilmaður hjá United en þegar við mættum þeim síðast þá var Ryan Giggs þeirra besti maður og lagði upp þrjú mörk," sagði ítalski stjórinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×