Enski boltinn

QPR þarf að bíða lengur eftir úrskurði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alejandro Faurlin, til vinstri, fagnar úrvalsdeildarsætinu ásamt Adel Taarabt.
Alejandro Faurlin, til vinstri, fagnar úrvalsdeildarsætinu ásamt Adel Taarabt. Nordic Photos / Getty Images
Enska B-deildarfélagið QPR, sem tryggði sér á dögunum sæti í ensku úrvalsdeildinni, þarf að bíða enn eftir niðurstöðu í máli tengdu kaupum á Argentínumanninum Alejandro Faurlin.

QPR var kært vegna kaupanna þar sem grunur leikur á að félagið hafi keypt hann af þriðja aðila en ekki félaginu sem Faurlin lék síðast með. Það er ólöglegt í Englandi.

Liðið mun spila sinn síðasta leik á tímabilinu á laugardaginn er liðið mætir Leeds á heimavelli. QPR var er þegar búið að tryggja sér sigur í deildinni og mun eftir því sem best er vitað taka á móti sigurlaununum í leikslok.

QPR keypti Faurlin árið 2009 en neitar sök í þessu máli. Ef niðurstaðan verður sú að QPR braut reglur enska knattspyrnusambandsins er mögulegt að stig verði dregin af liðinu, sem gæti breytt miklu fyrir liðið.

Stefnt var að því að fá niðurstöðu í málið í síðasta lagi á morgun en nú er ljóst að af því verður ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×