Enski boltinn

Plymouth féll í ensku D-deildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári í leik með Plymouth.
Kári í leik með Plymouth. Nordic Photos / Getty Images
Kári Árnason og félagar í Plymouth Argyle féllu í kvöld úr ensku C-deildinni eftir sannkallað martraðatímabil.

Plymouth hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og tíu stig voru dregin af liðinu þegar að félagið var sett í greiðslustöðvun í byrjun mars.

Liðið hefur unnið fleiri leiki en önnur lið sem eru í fallbaráttu deildarinnar en áðurnefnd refsing þýðir að liðið er með 42 stig í næstneðsta sæti deildarinnar og á nú ekki lengur möguleika á að bjarga sér frá falli.

Plymouth tapaði í kvöld fyrir Southampton, 3-1, og spilaði Kári allan leikinn eins og oftast áður á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×