Enski boltinn

Helltu hveiti inn í bíl Balotelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli þykir ekki vera nógu þroskaður.
Balotelli þykir ekki vera nógu þroskaður.
Barnalætin í búningsklefa Man. City eru að færast í aukana þessa dagana. Unglingurinn Mario Balotelli gerir í því að stríða félögum sínum með ýmsum misþroskuðum uppátækjum.

Félagar hans nenna ekki allir að sitja undir stanslausum árásum Ítalans og eru farnir að svara fyrir sig.

Nú síðast helltu Carlos Tevez og Yaya Toure úr tveimur hveitipokum inn í glæsibifreið Balotelli. Hann þurfti að kalla til hreinsunarlið og það kostaði skildinginn.

Svo er það líka að frétta af Balotelli að til hans sást á rúntinum á dögunum. Það er svo sem ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að Balotelli var með boxhanska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×