Enski boltinn

Sun í morgun: Roman tilbúinn að eyða miklu í Fabregas og Bale

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fara þeir Cesc Fabregas og Gareth Bale báðir til Chelsea í sumar?
Fara þeir Cesc Fabregas og Gareth Bale báðir til Chelsea í sumar? Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska götublaðið The Sun slær því upp í morgun að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sé tilbúinn að eyða stórum upphæðum í sumar til þess að styrkja lið sitt enn frekar og auka ennfremur skemmtanagildið í leik Chelsea. Efstir á blaði eru Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal og Gareth Bale hjá Tottenham.

Blaðamaður Sun heldur því fram að Roman Abramovich sé tiblúinn að eyða 80 milljónum punda í leikmenn í sumar en hann gaf grænt ljós á það að Chelsea keypti þá Fernando Torres og David Luiz fyrir 72 milljónir punda í janúarglugganum.

Það eru fleiri en Cesc Fabregas og Gareth Bale sem koma til greina því hollenski varnarmaðurinn Gregory van der Wiel er einnig ofarlega á blaði.

Sun segir líka frá því að þeir Wesley Sneijder, Thomas Muller, Adam Johnson, Matt Jarvis, Ashley Young, Jack Rodwell, Marouane Fellaini, Luka Modric og Andrey Arshavin séu einnig á óskalista Chelsea í sumar.

Sun hefur það eftir heimildamanni sínum að hann vilji miklu frekar að Chelsea vinni leiki sína 4-3 en að landa 1-0 varnarsigri og að hann sé tilbúinn að eyða pening til þess að auka sóknarkraftinn á Brúnni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×