Enski boltinn

Everton vann endurkomusigur á Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yaya Toure skorar markið sitt í dag.
Yaya Toure skorar markið sitt í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City tókst ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í dag þegar þeir töpuðu 2-1 á útivelli á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni. City hefði tryggt sér fjórða sætið með sigri en nú eiga Liverpool og Tottenham enn smá möguleika á Meistaradeildarsætinu. City er sjö stigum á undan þeim þegar níu stig eru eftir í pottinum.

Það var líka mikil spenna í fallbaráttunni þar sem Wigan komst upp fyrir Blackpool og úr fallsæti. West ham situr hinsvegar enn á botninum eftir 1-1 jafntefli á móti Blackburn á Upton Park en Sunderland tryggði sér endanlega sæti í deildinni með því að vinna dramatískan útisigur á Bolton þar sem Sulley Muntari skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Manchester City var í góðum málum eftir fyrri hálfleikinn þar sem Yaya Touré kom þeim í 1-0. Það kom hinsvegar allt annað Everton-lið inn á völlinn í seinni hálfleik. Sylvain Distin jafnaði á 65. mínútu og Leon Osman tryggði þeim sigurinn með frábæru skallamarki sex mínútum síðar.





Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Aston Villa - Wigan 1-1

0-1 Charles N'Zogbia (10.), 1-1 Ashley Young (16.)

Bolton - Sunderland 1-2

0-1 Boudewijn Zenden (45.+1), 1-1 Ivan Klasnic (87.), 1-2 Sulley Muntari (90.+3)

Everton - Manchester City 2-1

0-1 Yaya Touré (28.), 1-1 Sylvain Distin (65.), 2-1 Leon Osman (71.)

Newcastle - Birmingham 2-1

1-0 Shola Ameobi, víti (36.), 2-0 Steven Taylor (43.), 2-1 Lee Bowyer (45.)

West Ham - Blackburn 1-1

0-1 Jason Roberts (12.), 1-1 Thomas Hitzlsperger (78.)



Hér fyrir neðan er hægt að skoða textalýsingu frá leikjum dagsins.Aston Villa - Wigan

Bolton - Sunderland

Everton - Manchester City

Newcastle - Birmingham

West Ham - Blackburn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×