Enski boltinn

Liverpool fór létt með Newcastle

Stefán Árni Pálsson skrifar
Liverpool virðist heldur betur hrokkið í gagn en þeir unnu auðveldan sigur. 3-0, á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag, en leikurinn fór fram á Anfield.

Maxi Rodriguez, leikmaður Liverpool, virðist vera sjóðandi heitur þessa daganna en hann kom heimamönnum eftir um tíu mínútna leik.

Dirk Kuyt skoraði síðan úr vítaspyrnu fyrir eftir um klukkustunda leik en brotið var á Suarez.

Það var síðan Suarez sem gulltryggði sigur Liverpool fimm mínútum síðar eftir frábæra stoðsendingu frá Dirk Kuyt.

Liverpool komst með sigrinum í fimmta sæti deildarinnar með 55 stig, jafnmörg stig og Tottenham Hotspurs en eru með betri markatölu.

Tottenham á reyndar einn leik til góða á Liverpool.



Fylgst var með beinni lýsingu á hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×