Enski boltinn

Terry: Þrái ekkert heitar en að verða aftur meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea, með Englandsbikarinn og fjöldskylduna sér við hlið.
John Terry, fyrirliði Chelsea, með Englandsbikarinn og fjöldskylduna sér við hlið. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, mætir með lið sitt á Old Trafford á sunnudaginn og þar geta Chelsea-menn tekið toppsætið af heimamönnum í Manchester United með sigri. Það væri magnað afrek ekki síst þar sem Chelsea var fimmtán stigum á eftir United í mars.

„Öll lið lenda í slæmum kafla á hverju tímabili og þetta er bara spurning um hversu fljót þau eru að vinna sig út úr þessum slæmu köflum," sagði John Terry í viðtali við The Express.

„Við komust fljótt á skrið eftir þenann slæma kafla í fyrra en það tók okkur talsvert lengri tíma í ár. Við erum samt engu að síður komnir aftur inn í toppslaginn," sagði Terry.

„Við sýndum það að við getum unnið þá á Old Trafford í stórum leik þegar við fórum þangað í fyrra og unnum algjöran úrslitaleik á móti þeim. Það er engin ástæða til efast um að við getum ekki gert það aftur núna," sagði Terry og bætti við:

„Það er ekkert sem ég þrái heitar en að verða aftur meistari og fá aftur að lyfta bikarnum," sagði Terry sem hefur þegar lyft Englandsbikarnum þrisvar sinnum á ferlinum, 2005, 2006 og 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×