Enski boltinn

Ferguson ráðleggur Van der Sar að hætta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stóri Ed hættir fljótlega.
Stóri Ed hættir fljótlega.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé rétt ákvörðun hjá markverðinum Edwin van der Sar að leggja skóna á hilluna í sumar eftir afar farsælan feril.

Hinn fertugi Van der Sar hefur enn og aftur átt frábæra leiktíð og margir sem vilja sjá hann spila áfram. Þar á meðal eru nokkrir liðsfélagar hans sem sjá ekkert því til fyrirstöðu að Hollendingurinn taki eitt ár í viðbót.

Ferguson vill þó að Van der Sar standi við ákvörðunina svo hann hætti ekki á slæmum nótum þegar gengið verður ekki eins gott og í dag.

"Ef ég ætti að veita Edwin ráðgjöf myndi ég segja honum að hætta. Hann er á toppnum núna en þegar menn komast á ákveðinn aldur getur byrjað að halla afar hratt undan fæti," sagði Ferguson.

"Ég myndi ekki vilja sjá það gerast fyrir Edwin.  Hann á skilið að hætta á toppnum og vonandi gerir hann það. Hann hefur átt frábæran feril."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×